lafi.is - Hitakerfi, sem ekki hefur veri­ jafnvŠgisstillt, er hrßkasmÝ­i
Fundarger­ir stjˇrnar LAF═
Fundarger­ir fagrß­a
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATĂKNI
═SMAR

LagnafÚlag ═slands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   YstabŠ 11 - 110 ReykjavÝk  |  SÝmi 892 4428  pˇstfang: lafi@simnet.is
ForsÝ­aFÚlagi­┌tgßfanRß­stefnur og sřningarL÷g og regluger­irLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
FrÚttir
13.05.2012 - Hitakerfi, sem ekki hefur veri­ jafnvŠgisstillt, er hrßkasmÝ­i


eftir Sigurð Grétar Guðmundsson, pípulagningameistara


Þetta sagði einn merkasti lagnamaður landsins, Jóhannes Zoega, sem var Hitaveitustjóri í Reykjavík í fjölda ára og stjórnaði hitaveituvæðingu höfuðborgarinnar utan hinnar fornu Hringbrautar.

Þessi orð Jóhannesar rifjast oft upp fyrir mér, því fátt hefur gengið eins treglega í okkar fagi og að fá pípulagningamenn til að vanda vel jafnvægisstillingu hitakerfa.

Ég ætla að segja frá tveimur hitakerfum sem ég hef komið að, hvorutveggja geislahitunarkerfi, þar sem þetta skorti algjörlega.

Það sem mér fannst dapurlegast var að tengigrindur geislahitunarkerfanna höfðu verið teknar til endurnýjunar og ætla ég ekki að setja út á þá vinnu nema að litlu leyti, en þó afdrifaríka. Í báðum tilfellum höfðu verið settar upp Danfoss ECL200 stöðvar með tilheyrandi mótorloka og hitanema sem vaktaði framrásarhitann ásamt útihitanema og meira að segja hitanema á bakrás kerfanna sem vaktaði að ekki færi of heitt vatn út af þeim.

En það hafði ekki verið gert neitt til að endurnýja stilliventla í skápum í íbúðum, sem í báðum tilfellum voru orðnir nokkurra áratuga gamlir og úr sér gengnir.

Þegar hin ágætu tæki á hitagrindinni fóru að starfa versnaði ástandið hitalega séð í íbúðunum til muna. Stystu spíralarnir fengu all sæmilegt renssli, en með hvaða afleiðingum?

Þær voru einfaldlega þær að hiti á bakrás geislakerfisins hækkaði svo mikið að bakrásarneminn lokaði eðlilega heitavatnsrensli inn á kerfið. Afleiðingin ónógur og ójafn hiti í íbúðum. Þetta lagfærðum við í samvinnu, ég og SÓS lagnir, með því að setja Danfoss RA-N loka á alla spírala eins og ég hef lýst í mínum fyrri pistlum. Þessir lokar voru án hitastýringar, eingöngu notaðr til að jafna rennslið um kerfið, til að jafnvægisstilla það, þar skilur á milli góðrar fagmennsku ef það er gert og mislukkaðrar fagmennsku ef það er ekki gert.

Í báðum tilfellum var hitanemi á bakrás tekinn úr sambandi. Ef hitakerfið er jafnvægisstillt er hann með öllu óþarfur, ef það er ekki jafnvægisstillt er hann til skaða og truflar enn frekar hitun hússins vegna stöðugra truflana mað ótímabærum lokunum á hita vegna þess hve heitu vatni stystu spíralarnarnir skila frá sér meðan þeir lengstu fá allt of lítið rennsli.

Að lokum; í hverri íbúð var settur upp Danfoss RA-C loki sem stýrist af hitastilli sem var settur upp á völdum stað í íbúðinni.

Hvar á að setja dæluna á geislahitun eða gólfhita, á setja hana á framrásina eða uppblöndunina?

Ég hef fastmótaðar skoðanir á því og set það fram í næsta pistli.


FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun