lafi.is - Hvað gerðist árið 1961 ?
Fundargerðir stjórnar LAFÍ
Fundargerðir fagráða
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATÆKNI
ÍSMAR

Lagnafélag Íslands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   Ystabæ 11 - 110 Reykjavík  |  Sími 892 4428  póstfang: lafi@simnet.is
ForsíðaFélagiðÚtgáfanRáðstefnur og sýningarLög og reglugerðirLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
Fréttir
22.08.2012 - Hvað gerðist árið 1961 ?


eftir Sigurð Grétar Guðmundsson, pípulagningameistara

Förum til Svíþjóðar. Þar sat verkfræðingurinn Ragnar Garfvée við sitt borð og braut ákaft heilann um vandamál sem hann taldi að yrði að ráða bót á.
En hvernig?

Lítum fyrst á hvert vandamálið var. Ragnar Garfvée var einn af mörgum verkfræðingum hjá fyrirtækinu Tour & Andersson, oft til styttingar kallað TA. Þetta fyrirtæki þekkja allir lagnamenn og hafa margoft notað ventla frá því.
Ragnar Garfvée tók eftir því að í fjölbýlishúsum hitnuðu ofnar í íbúðum nálægt ketilhúsinu eða varmagjafanum fyrr og betur en ver þeir sem lengra voru í burtu. Þetta sýndi óyggjandi að vatn fer eftir náttúrulögmálinu og rennur ætíð auðveldustu leiðina.
Ragnar sá að það þyrfti að hefta hæfilega rennslið næst ketilhúsinu og stýra þannig rennsli vatnsins jafnt um hitakerfið.

Þarna fæddist jafnvægisstillingin. Í byrjun fyrst og fremst með strenglokum, þannig fékk hvert svæði hæfilegt rennsli. Síðar var þessi stilling meir og meir færð í hvern ofnloka svo svæðisstýring varð ekki eins mikilvæg.

Það virðist ótrúlegt að það sé aðeins hálf öld síðan jafnvægisstillingin varð mönnum ljós. En er það svo einkennilegt þegar haft er í huga að stundum er jafnvægisstilling hitakerfa ekki gerð eins og nauðsynlegt er enn þann dag í dag hvort sem um er að ræða ofnakerfi, gólfhitakerfi eða önnur vatnshitakerfi.

En var Ragnar Garfvée eins mikill frumkvöðull og af er látið? Vissulega var hann það en það voru þó aðrir sem miklu fyrr gerðu sér ljóst að kerfið sem þeir hönnuðu, að vísu kaldavatnskerfi, mundi aldrei lukkast nema þeir beittu ýtrustu jafnvægisstillingu.

Það voru dönsku verkfræðingarnir sem hönnuðu Flóaáveituna.
Þeir sóttu vatn í Hvítá og grófu skurði niður um allan Flóa. Fyrst einn mikinn skurð sem síðan greindist í minni skurði. En þeim var fulljóst að það vatnsmagn sem stóru skurðurinn flutti (hann sést enn skammt vestan við Þingborg og austan við Selfoss) varð að miðla inn á hvern engjablett eftir stærð hans. Þannig var hægt að miðla vatninu um allar engjar í Flóanum á sama hátt og við höfum síðar miðlað rennsli um hitakerfi eftir stærð ofnsins eða gólfsins þegar um gólfhita er að ræða.

Var ekki jafnvægisstillingin fundin upp 25 árum áður en Ragnar Garfvée gerði sína merku uppgötvun?

Stilliventill frá TA

Strengloki frá Tout & Andersson


FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun