lafi.is - ┴varp vi­ setningu rß­stefnu um varmadŠlur
Fundarger­ir stjˇrnar LAF═
Fundarger­ir fagrß­a
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATĂKNI
═SMAR

LagnafÚlag ═slands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   YstabŠ 11 - 110 ReykjavÝk  |  SÝmi 892 4428  pˇstfang: lafi@simnet.is
ForsÝ­aFÚlagi­┌tgßfanRß­stefnur og sřningarL÷g og regluger­irLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
FrÚttir
24.09.2012 - ┴varp vi­ setningu rß­stefnu um varmadŠlur


dr. Guðni A. Jóhannesson, Orkumálastjóri,
formaður Lagnafélags Íslands

Lagnafélagið hefur frá upphafi reynt að sinna kynningum og fræðslu á sem flestum sviðum lagnamála og sinna þeim nýjungum sem eru efst á baugi.

Íslendingar hafa verið framarlega í því að leiða heitt vatn frá jarðhitalindum í hús til heitavatnsnotkunar og upphitunar og nú er svo komið að einungis 10 % allra heimila í landinu þurfa að notast við rafmagn til hitunar. Í þessu felst mikill aðstöðumunur vegna þess að rafhitun er nú mun dýrari en jarðhiti.
Ríkisvaldið hefur reynt að jafna þennan aðstöðumun með niðurgeiðslum en þær hafa aldrei náð að jafna þennan mun að fullu. Það er markmið okkar að finna varanlegar lausnir á vanda þeirra sem ekki hafa aðgang að jarðhira. Varmadælur eru þeirrar náttúru að geta umbreytt hágildri raforku í þrefalt til ferfalt orkumagn í lággildri varmaorku. Það kennir okkur að raforka er mun dýrmætari en varmaorka til hitunar og þess vegna sóun að nota hana beint til hitunar. Ef við gætum snúið dæminu við og umbreytt varmaorku í fjórum sinnum meiri raforku þá værum við komin með eilífðarvél og búin að brjóta viðurkennd lögmál varmafræðinnar.
Varmadælur eru hins vegar fyrir okkur tiltölulega ný tækni sem kallar á fjárfestingar og þekkingu til þess að setja upp og reka slíkan búnað með hagkvæmum hætti. Í dag eigum við þess kost að hlýða á erindi okkar fróðustu manna um þetta efni sem fjalla munu um fræðilegan grunn, tæknimál, hagkvæmni og það reglugerðarumhverfi sem við búum við.

 


FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun