lafi.is - Harpa hlřtur vi­urkenninguna
Fundarger­ir stjˇrnar LAF═
Fundarger­ir fagrß­a
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATĂKNI
═SMAR

LagnafÚlag ═slands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   YstabŠ 11 - 110 ReykjavÝk  |  SÝmi 892 4428  pˇstfang: lafi@simnet.is
ForsÝ­aFÚlagi­┌tgßfanRß­stefnur og sřningarL÷g og regluger­irLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
FrÚttir
09.12.2012 - Harpa hlřtur vi­urkenninguna "Lofsvert lagnaverk 2011"

 

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti viðurkenningar við hátíðlega athöfn í húsi Hörpu í Reykjavík, miðvikudaginn 28. nóvember 2012 kl. 16:00

Lofsvert lagnaverk 2012 - Harpa

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Halldór Guðmundsson forstjóri Hörpu,
Sigurður Einarsson Batteríið/HLA, Torfi Hjartarson  Artec,
Sigurgeir Þórarinsson  Mannvit/Ramböll, Vilhjálmur M. Vilhjálmsson  Rafholt,
Þorsteinn Ögmundsson  Ísloft, Guðmundur Benediktsson  Iðnaðartækni,
Snæbjörn R. Rafnsson  ÍAV.

Allt frá árinu 1990 hefur Lagnafélag Íslands veitt viðurkenningar fyrir lagnaverk í nýbyggingu
á Íslandi, er þykir framúrskarandi í hönnun og uppsetningu. Tilgangur viðurkenninganna er að efla gæðavitund meðal þeirra aðila sem starfa á þessum vettvangi, efla þróun í lagnamálum með bættum vinnubrögðum, vali á lagnaleiðum og lagnaefnum. Síðast en ekki síst er viðurkenningunum ætlað að vera hönnuðum og iðnaðarmönnum hvatning til að afla sér aukinnar menntunar á sviði lagnamála.

Húsnæði Hörpu í Reykjavík varð að þessu sinni fyrir valinu hjá viðurkenningarnefnd Lagnafélags Íslands og hlýtur viðurkenningar fyrir lofsvert lagnaverk fyrir árið 2011.
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 28. nóvember 2011 kl. 16:00 í húsakynnum Hörpu í Reykjavík.

Í áliti viðurkenningarnefndar Lagnafélags Íslands segir m.a.:
"Heildarverk við lagnir í húsi Hörpu er góð. Aðgengi að öllum tækjum og lögnum er mjög aðgengilegt,  handverk iðnaðarmanna gott.
Um er að ræða nítján aðskilin loftræstikerfi sem þjóna ólíkum kröfum. Einnig er um að ræða sérhæfð pípulagnakerfi.”

Einnig segir í áliti nefndarinnar:
„Allar lagnir aðrar en slökkviúðalagnir eru festar með hljóðdeyfandi gormafestingum við burðarvirki hússins.  Þá er allur búnaður með hreifanlegum hlutum ekki leyfðir á veggjum sem tengjast tónlistarsölunum.
Neysluvatnskerfið er með lækkuðu hitasigi að blöndunartækjum og er það mismunandi eftir því hvort um er að ræða svæði fyrir gesti eða starfsmenn.  Þetta er gert til að koma í veg fyrir brunaslys af völdum heita vatnsins.
Upphitun hússins er bæði með gólfhita og ofnum eftir svæðum.

Heildarloftmagn hússins er um 375.000 m3/h eða að meðaltali um 5 loftskipti sem þýðir að skipt er um allt loft í húsinu á hverjum 12 mínútum.
Sérstæða þessara kerfa er fyrst og fremst hljóðkröfurnar í tónlistarsölunum. 
Hljóðkrafa í Eldborg er N1, sem í raun er krafa um algjöra þögn.
Hljóðkröfur annara sala er frá  NR20 niður í NR15 sem eru venjulegar hljóðkröfur í hljóðupptökustúdíum þar sem engin aukahljóð mega heyrast.
Annað sem er sérstakt við Hörpu er að lofti er blásið í gegnum þrívíðu gluggana á framhlið hússins.
Bakrásarlofti er blásið lóðrétt í gegnum framhliðarnar til að halda glerinu móðufríu og einnig til að jafna hitasveiflur milli útihita og innihita yfir gluggana.  Þetta verður til þess að kæling í gegnum gluggaflötinn minnkar á veturnar og hitastreymi verður minna á sumrin“.

 


Eftirtaldir aðilar hlutu viðurkenningu Lagnafélags Íslands fyrir lofsvert lagnaverk í húsi Hörpu í Reykjavík fyrir árið 2011:

Mannvit hf. -Ramböll, Fyrir hönnun lagnakerfa
Ísloft ehf. Fyrir smíði loftræstikerfa
ÍAV hf.  pípulagnadeild., Fyrir pípulagnir
Artec Consultanst Inc.  Fyrir hljóðvist 
Rafholt. ehf. Fyrir stjórnkerfi
Iðnaðartækni ehf., Fyrir hússtjórnarkerfi
Batteríið ehf.  og Henning Larsen, Fyrir góða samvinnu við gerð lagna- og loftræstikerfa.

Veitt heiðursmönnum
Sérstök viðurkenning Lagnafélags Íslands veitt tveimur heiðursmönnum:
Valdimar K. Jónssyni, blikksmíðameistara og Steini Þorgeirssyni, véltæknifræðing.

Sérstök viðurkenning
Pípulagnaverktakar ehf. Sigurður Gunnarsson pípulm.Guðjón Baldursson pípulm.
Fyrir sérstaklega gott handverk, við pípulögn í Íslandsbanka Kirkjusandi.

 

 


FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun