lafi.is - Lofsvert Lagnaverk 2016
Fundargerđir stjórnar LAFÍ
Fundargerđir fagráđa
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATĆKNI
ÍSMAR

Lagnafélag Íslands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   Ystabć 11 - 110 Reykjavík  |  Sími 892 4428  póstfang: lafi@simnet.is
ForsíđaFélagiđÚtgáfanRáđstefnur og sýningarLög og reglugerđirLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
Fréttir
01.06.2017 - Lofsvert Lagnaverk 2016


Undanfarin ár hefur forseti Íslands afhent viðurkenningar Lagnafélags Íslands fyrir lofsverð lagnaverk. Tilnefningar hafa verið hvatning fyrir starfandi lagnamenn til góðra verka. Að þessu sinni barst ábending frá ráðgjafa um Hátækniþróunarsetur lyfjafyrirtækjanna Alvogen og Alvotech í lífefnatækni, sem fékk vegna ótvíræðrar sérstöðu, viðurkenningu félagsins árið 2016 fyrir faglegan undirbúning, lagnir og háþróaðan búnað. Afhending viðurkenninga fór fram að Bessastöðum við hátíðlega athöfn þann 22. Maí 2017, í boði forseta Íslands herra Guðna Th. Jóhannessonar en flest ár hefur viðurkenning verið afhent á verkstað.


Viðurkenningarnefnd skipa eins og mörg undanfarin ár iðnmeistarar og tæknimaður, þeir Hilmar Hjartarson pípulagningamaður, Kristján Nielsen rafvirki, Ólafur Bjarnason blikksmiður og Þórður Ólafur Búason verkfræðingur. Fyrir nefndina starfaði að vanda spunameistari Lagnafélagsins Kristján Ottósson.

Handhafar viðurkenningar ásamt forseta Íslands Hr. Guðna Th. Jóhannessyni og Kristjáni Ottóssyni framkv.stj.
Lagnafélags Íslands.

 

Hið 13,000 fermetra hátækniþróunarsetur líftæknilyfja er eitt hið fullkomnasta sem reist hefur verið á þessu sviði á heimsvísu sem fjölmennt og öflugt teymi innlendra og erlendra ráðgjafa hefur unnið að í undirbúningi og á framkvæmdatímanum. Hátæknisetrið er bæði flókið og afar háþróað mannvirki með rannsóknarstofum, skrifstofum og sérhæfðu framleiðslusvæði sem við í viðurkenningarnefndinni höfum talið líkja megi við lifandi veru þar sem skel utan um viðkvæman líkama með líffærum með flókin hlutverk starfa hvert að sínu verki. Þessum líkama er þjónað af tauga og æðakerfi sem flytur boð og margar tegundir efna, allt frá fljótandi köfnunarefni í ryðfríum stálpípum í lofttæmdri umgjörð, yfir í lagnir fyrir heitt vatn og gufu við hátt hitastig, ásamt ótöldum lofttegundum. Fimm iðnaðartölvur móttaka boð eða stýra búnaði um 4000 inn og útganga sem fylgst er með á 40 skjámyndum og síðan eru ca. 80 mismunandi loftstokka og pípulagnakerfi, af sumum tegundum mörg með mismunandi hlutverk og því ca. 400 kerfi alls.

Sjálfir álitu ráðgjafar að best væri þessu lýst með líkingu við alheiminn þar sem margir mismunandi heimar nánast hver á sinni stjörnu hafa viðfangsefni sem ekki mega blandast og eru því aðskildir án samgangs nema með hliðstæðu við geimferð milli stjarna það er að segja farið er gegnum milli stúku þar sem svo erum hnútana búið að engin mengun berst milli „heimanna“.

Einn þessara „heima“ er aðgangur tæknimanna vegna viðhalds alls tækjabúnaðar sem er óháður aðgangi notenda tækjanna og undirstrikar hversu frábær aðstaða er við allar lagnir og tæki.

Nú eru um ár liðið frá formlegri opnun hátæknisetursins og góð reynsla er komin á hönnun og framkvæmd hússins sem þykir vel heppnuð í alla staði. Þar starfa nú yfir 200 vísindamenn að þróun líftæknilyfja. Smíði og hönnun hússins er öllum sem að því komu til sóma en að baki verkinu liggur 20 ára reynsla og samstarf eigenda, ráðgjafa og iðnaðarmanna. Þeir einstaklingar sem fengu viðurkenningu eru vel að því komnir enda miklir fagmenn á sínu sviði.

Þeir aðilar sem fengu viðurkenningu voru:
Lagnatækni, Verkís, Efla, Rafmiðlun hf., Karl Magnússon, GHlagnir, Vélsmiðja Þorgríms, M+W Process Industries Gmbh, Alvotech, Ísloft, Blikksmiðurinn, Blikksmiðja Einars.

Við sendum heillaóskir enn og aftur til allra sem komu að undirbúningi og byggingu hátækniþróunarseturs Alvogen og Alvotech.

  

 

 


FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun