lafi.is - ┌ttekt ß loftrŠstikerfum ß landsvÝsu
Fundarger­ir stjˇrnar LAF═
Fundarger­ir fagrß­a
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATĂKNI
═SMAR

LagnafÚlag ═slands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   YstabŠ 11 - 110 ReykjavÝk  |  SÝmi 892 4428  pˇstfang: lafi@simnet.is
ForsÝ­aFÚlagi­┌tgßfanRß­stefnur og sřningarL÷g og regluger­irLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
FrÚttir
12.11.2008 - ┌ttekt ß loftrŠstikerfum ß landsvÝsu

höf. Kristján Ottósson

Lagnafélag Íslands í samvinnu við Umhverfisstofnun og Heilbrigðisfulltrúa sveitarfélaga hefur unnið á tæpum tveim undanförnum árum að úttektum á loftræstikerfum víðsvegar á landinu.
Húsin sem tekin eru út eru tilnefnd til úttektar af viðkomandi heilbrigðisfulltrúum og eru allt opinberar byggingar.
 
Það sem komið hefur í ljós og er mest áberandi við þessar úttektir og í samtali við fólk á viðkomandi stöðum, er þekkingarskortur þeirra sem taka við viðkomandi lagnakerfum til reksturs. Sjaldnast eða aldrei eru til upplýsingar frá seljendum lagnakerfanna um það hvernig á að setja þau í gang og eða slökkva á þeim, svo maður tali nú ekki um allar frekari stillingar.
Hvert og eitt lagnakerfi er samansett af tugum sjálfstæðra tækja sem öll eiga og þurfa að tengjast rétt til að geta unnið saman sem heild, en þar vantar mikið upp á.

Hver er orsökin á þessu vandamáli ? Hverjir koma að uppbyggingu á lagnakerfum ? 
Lagnahönnuður, rafstjórnarhönnuður, blikksmíðameistari, pípulagningameistari og rafvirkjameistari. Ræða þessir menn saman um endanlegan frágang lagnakerfanna, um úttekt á handbók og úttekt á lokafrágangi og Samvirknitækja ?
Hver af þessum aðilum ber yfirábyrgð á því hvort lagnakerfið sé fullfrágengið ?
Ekki er vitað til þess að það sé til skráð hver af þessum fyrrgreindu framkvæmdaaðilum ber yfirábyrgð á að lagnakerfið í heild sinni sé fullfrágangið og með handbók.
Reynslan hefur sýnt okkur að þessir framkvæmdaaðilar klára sinn verkþátt hver fyrir sig að eigin mati og láta sig svo hverfa út úr viðkomandi húsi. (Byggingarstjórinn hvað gerir hann ?)

Eru fleiri aðilar sem koma að þessum verkþætti, lagnakerfum byggingarinnar ?
Já það eru tveir aðrir.
Oftast nær er sérstakur eftirlitsmaður ráðinn til að fylgjast með og fylgja eftir að lagnakerfin séu rétt uppbyggð samkvæmt hönnunarforsendum og að þau verði fullfrágengin með handbók.
Hver er þessi eftirlitsmaður, býr hann yfir sérþekkingu á uppbyggingu og samvirknitækja í lagnakerfum ?  Nei, verk þessara manna segja okkur annað.

Hinn aðilinn er sjálfur byggingarstjórinn, sem er valdamesti aðilinn sem að byggingunni kemur.
Hann hefur vald til að finna að og fara fram á breytingar og úrbætur á hönnun og handverki.
Hefur þessi maður þá þekkingu í brjósti sér sem þarf til að þekkja sjálfan sig, og kalla sér til aðstoðar menn með sérþekkingu ?
Nei, í flestum tilfellum ekki, verkin tala.

Einn er sá maður eftir að segja frá, sem ekki er hægt að gleyma, það er  byggingarfulltrúinn.
Hvað gerir byggingarfulltrúinn til að tryggja að lagnakerfin vinni rétt, lokaúttekt fari fram og samvirknitækja sé virk og handbók liggi fyrir samþykkt af lagnahönnuði ?
Hverjar eru verklagsreglur byggingarfulltrúa í þessu málefni sem hér er fjallað um ?
Ef einhver getur frætt okkur um það láti sá hinn sami heyra frá sér.


FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun