lafi.is - Aðalfundur Scanvac á Íslandi
Fundargerðir stjórnar LAFÍ
Fundargerðir fagráða
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATÆKNI
ÍSMAR

Lagnafélag Íslands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   Ystabæ 11 - 110 Reykjavík  |  Sími 892 4428  póstfang: lafi@simnet.is
ForsíðaFélagiðÚtgáfanRáðstefnur og sýningarLög og reglugerðirLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
Fréttir
11.11.2008 - Aðalfundur Scanvac á Íslandi


Samband norrænna lagnafélaga

Aðalfundur Scanvac var haldinn hér á Íslandi þann 29. mars s.l.
Fljótlega eftir stofnun LÍ gekk það í samband norrænna lagnafélaga, það samband gengur undir heitinu Scanvac. Aðalfundur Scanvac var haldinn nýlega hérlendis og mættu þar fulltrúar frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi,  Danmörku og Íslandi. Ekki eru allir jafnhrifnir af samstarfi Íslands við önnur Norðurlönd og má auðvitað hver sem er hafa sína skoðun á því í frjálsu landi. En samstarf Lagnafélags Íslands við systurfélög á Norðurlöndum hefur mikla þýðingu fyrir íslenska lagnamenn og húsbyggjendur. Þar kemur m.a. til að lagnamáti okkar og efnisval líkist mikið norrænni hefð.Það kemur ekki síst til af því að margir íslenskir lagnamenn, tæknifræðingar og verkfræðingar hafa hlotið  menntun sína á Norðurlöndum, margir pípulagningamenn hafa unnið þar í lengri og skemmri tíma. Þá flytjum við einnig inn mikið af lagnavörum og tækjum frá þessum löndum.

Margir kannast við heiti eins og Danfoss, Gustavsberg, Mora, Ifö, Grundfos og Wirsbo svo nokkur séu nefnd og ekki er ólíklegt að einhver tæki frá þessum framleiðendum séu á flestum heimilum hérlendis. Á síðari árum hefur Scanvac tekið upp nánara samstarf við baltnesku löndin, Eistland, Lettland og Litháen. Þessi lönd þurfa sárlega á aðstoð að halda eftir að þau sluppu undan hernámi hinna gömlu Sovétríkja, margt drabbast niður í þessum löndum á meðan hinn rússneski björn ríkti yfir þeim. En af sjálfu leiðir að starf allra lagnafélaganna og Scanvac tekur mið af því að öll eru þessi lönd á norrænum breiddargráðum. Þess vegna er upphitun húsa mikið hagsmunamál allra íbúa í þessum heimshluta. Scanvac hefur samstarf við systurfélög í mörgum ríkjum á norrænum slóðum s.s. í Japan, Kóreu, Rússlandi og Kanada. Á þriggja ára fresti eru haldnar alþjóðlegar ráðstefnur undir heitinu Cold climate og var slík ráðstefna haldin hérlendis fyrir nokkrum árum.

Næsta Cold climate-ráðstefnan verður haldin í Sisimiut á Grænlandi í mars 2009 og þar verður einnig aðalfundur Scanvac. Cold climate-ráðstefnan er öllum opin, þar geta menn slegið tvær flugur í einu höggi; fræðst um lagnamál á norrænum breiddargráðum og upplifað mikilfenglega náttúrufegurð Grænlands.

 Aðalfundur Scanvac á Íslandi, mars 2008
Fundarmenn f.v.: Sigurður Grétar Guðmundsson pípulagningameistari, Bent Göran Jarefors Svíþjóð, Leif Amdahl Noregi, Siru Lönnquist Finlandi, Per Rasmussen Danmörk, Erik Kelvin Hansen Danmörk, Björn Karlsson formaður LAFÍ og Kristján Ottósson framkvæmdastjóri LAFÍ.
 

 

 

 

 

 

 


 


FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun