lafi.is - Könnun Lagnafélagsins á lokafrágangi lagnakerfa
Fundargerđir stjórnar LAFÍ
Fundargerđir fagráđa
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATĆKNI
ÍSMAR

Lagnafélag Íslands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   Ystabć 11 - 110 Reykjavík  |  Sími 892 4428  póstfang: lafi@simnet.is
ForsíđaFélagiđÚtgáfanRáđstefnur og sýningarLög og reglugerđirLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
Fréttir
23.04.2009 - Könnun Lagnafélagsins á lokafrágangi lagnakerfa

höf. Kristján Ottósson

Vandaður lokafrágangur á lagnakerfum með fullfrágenginni handbók  og merktum tækjum er frekar undantekning en regla samkvæmt nýrri úttekt Lagnafélags Íslands (LAFI).         
Verkefnið  úttekt á hita- og loftræstikerfum á landsvísu er nú lokið, en það var unnið af LAFI í samvinnu við Umhverfisstofnun (UST) og Heilbrigðisfulltrúa sveitarfélaga.
Skoðuð voru þrjátíu og fimm lagnakerfi í jafnmörgum opinberum byggingum samkvæmt vali heilbrigðisfulltrúa viðkomandi sveitarfélags.
 
Samkvæmt þessari könnun vantaði nær undantekningalaust lýsing sem segir til um hvar skuli setja kerfin í gang eða stoppa þau eða aðrar upplýsingar um stillingar og rekstur þeirra.
Skilningur manna á staðnum varðandi handbók og hvað hún inniber  var sá í flestum tilfellum t.d. mappa ca. átta sentimetra þykk full af „ljósritum“ úr „katalogum“, ekki stafur á íslensku, en það kom fyrir á einum stað að fyrir lágu þrjár slíkar möppur. Sjaldan var hægt að finna upplýsingar um hönnunarforsendur, kerfislýsingin og samvirkni tækja ?

Nú vilja opinberir aðilar taka á þessu vandamáli í samvinnu við LAFI og gera kröfur um framkvæmd og frágang lagnakerfa í samræmi við Handbók lagnakerfa 29, frá LAFI með því .

Óskar Valdimarsson forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins bað fulltrúa LAFI að koma í heimsókn og kynna þar fyrir sínum mönnum Handbók lagnakerfa 29 ásamt grein til útboðsgagna og framkvæmdaferil verkframkvæmda sem félagið hefur gefið út (www.lafi.is). Óskar benti sínum mönnum á að hann hafi skrifað upp á Handbók lagnakerfa 29 þegar hún kom út árið 2002, (bls. 2 í Handbók lagnakerfa 29 á www.lafi.is).

Hrólfur Jónsson sviðsstjóri Framkvæmda og eignasviðs Reykjavíkurborgar hefur þegar tekið þá ákvörðun að gera kröfu um frágang lagnakerfa í húseignum Reykjavíkurborgar eins og Handbók lagnakerfa 29, frá LAFI segir til um. (Reykjavíkurborg skrifaði upp á handbókina við útkomu hennar árið 2002 sjá bls. 2 í Handbók lagnakerfa 29 á www.lafi.is).
Einnig hefur Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri  Fasteigna Akureyrarbæjar gert kröfur til sinna hönnuða um allan frágang á lagnakerfum í eigu Akureyrarbæjar eins og Handbók lagnakerfa 29, frá LAFI segir til um.
Benda má á grein á heimasíðu LAFI (www.lafi.is) „Grein í útboðsgögn v/handbókar lagnakerfa“ eins og hún er sett fram og birt af LAFI. Þar segir hver framkvæmdin þarf að vera, svo uppbygging og frágangur lagnakerfa verði árangursríkur og í samræmi við Handbók lagnakerfa 29


FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun