lafi.is - Ůankar eftir a­alfund
Fundarger­ir stjˇrnar LAF═
Fundarger­ir fagrß­a
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATĂKNI
═SMAR

LagnafÚlag ═slands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   YstabŠ 11 - 110 ReykjavÝk  |  SÝmi 892 4428  pˇstfang: lafi@simnet.is
ForsÝ­aFÚlagi­┌tgßfanRß­stefnur og sřningarL÷g og regluger­irLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
FrÚttir
14.07.2009 - Ůankar eftir a­alfund

Kristján Ottósson framkv.stj. LAFÍ

Aðalfundur Lagnafélags Íslands 2009 var haldinn hjá Ísleifi Jónssyni hf, fyrirtæki sem þjónað hefur lagnamönnum af kostgæfni um mjög langt árabil og verið í fremstu röð hvað varðar gæði vöru.  Það var margt sem kom fram á fundinum, sem ætti að skoða betur og fylgja eftir í framkvæmd. Vaxandi kröfur samfélagsins til meiri og öruggari aðgerða hins opinberra við skil á lagnakerfum til hins almenna borgara, verða nú háværari með hverju árinu sem líður.

Hverjar eru þessar opinberu stofnanir sem lagnakerfin heyra undir:

          1. Umhverfisráðuneytið er æðsta vald í byggingarmálum, byggingarlög og byggingarreglugerð heyrir þar undir.

          2. Umhverfisstofnun heyrir undir Umhverfisráðuneytið og á að sjá um að lagnakerfin mengi ekki umhverfið.

          3. Skipulagsstofnun á að sjá um að senda út þær breytingar sem verða á byggingarreglugerð hverju sinni.

          4. Brunamálastofnun sér um að reglugerðum sé fylgt við uppsetningu og frágang á eldvarnarkerfum af
              hinum ýmsu gerðum.

          5. Vinnueftirlit ríkisins á að sjá um að loftræsting sé almennt nægjanleg í húsbyggingum, og að mengun sé
              undir mengunarmörkum.

          6. Byggingarfulltrúar eru starfsmenn sveitarfélaganna, þeir eiga að sjá um að lagnakerfin séu rétt frágengin, 
              rétt stillt, samvirkni tækja hafi verið sannreynd og séu í samræmi við handbók lagnakerfa, og uppáskrifað 
              af öllum viðkomandi lagnaverktökum ásamt hönnuði að verkinu sé lokið.

Að því loknu skal lagnaverkið ásamt handbók í heild sinni tekið út af manni óháðum viðkomandi verki og með sérstaka fagþekkingu. Að þeirri úttekt lokinni getur byggingarfulltrúi fyrst gefið út vottorð.

Hvernig standa þessir aðilar sig í eftirlitsstarfinu, sumir illa, aðrir betur, en hvar getum við séð verklagsreglur þessara eftirlitsaðila ?

Í lið 6 er tekið dæmi um góðan, rétt hugsandi byggingarfulltrúa.
Því miður er raunin önnur. Byggingarfulltrúar fara einungis fram á það að viðkomandi lagnaverktakar og hönnuður skrifi upp á það að þeir hafi lokið við sinn verkþátt hver fyrir sig, án þess að byggingarfulltrúi geri nokkuð til þess að sannreyna sannleikann um það hvort verkinu sé lokið.

Nú er svo komið að ábyrgðarmeiri byggingarfulltrúar eru farnir að kalla eftir „Handbók lagnakerfa“ áður en þeir skrifa úttektarvottorð, þetta verður að kallast til fyrirmyndar.
En þá birtist nýtt vandamál, hvað á að vera í handbókinni ?

Vísa skal til Handbókar lagnakerfa 29, útgefin af Lagnafélagi Íslands árið 2002.  Sjá lafi.is

 


FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun