lafi.is - Sannleikurinn er „sárastur“
Fundargerđir stjórnar LAFÍ
Fundargerđir fagráđa
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATĆKNI
ÍSMAR

Lagnafélag Íslands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   Ystabć 11 - 110 Reykjavík  |  Sími 892 4428  póstfang: lafi@simnet.is
ForsíđaFélagiđÚtgáfanRáđstefnur og sýningarLög og reglugerđirLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
Fréttir
24.08.2009 - Sannleikurinn er „sárastur“

Það er kvartað yfir ofnhitakerfum, hita- og loftræstikerfum, það er sagt að þessi kerfi virki ekki, hafi aldrei virkað.

Skoðum dæmið!
Það eru skýrar ástæður fyrir því að kerfin virka ekki, þau hafa ekki verið kláruð, það á eftir að taka út lokafrágang lagnakerfanna með „Handbók“. Sú vinna er ekki framkvæmd af neinum aðila. Hönnuðir segja að verkkaupinn vilji ekki borga fyrir endanlegan frágang lagnakerfanna.
Starfsmenn byggingarfulltrúaembæta ganga svo langt að halda því einnig fram að verkkaupi vilji ekki borga fyrir „Handbók“ og þar með ekki borga fyrir lokafrágang lagnakerfa.
Trúnaðarmenn okkar skattborgaranna sem standa fyrir opinberum byggingum á vegum ríkisins og sveitastjórna, stuðla að því með aðgerðaleysi sínu að lagnakerfin eru ekki frágengin með „Handbók“ og því ekki úttekin af óháðum aðila. „Og virka því ekki“.

Sigurður er sestur fyrir framan sjónvarpið og vill láta líða úr sér eftir erfiði dagsins.
Jónína mín, ástin mín, hækkaðu fyrir okkur á miðstöðvarofninum, það er svo kalt hérna inni.
Hvar á ég að hækka hitann elskan mín? Jónína, þú ert í splunkunýju húsi sem á að vera með fullkomnu hitakerfi og handbók, hvað gerðirðu við Handbókina sem fylgdi hitakerfinu?
Hvaða handbók elskan mín?

Jónína, manstu hérna um daginn þegar hrærivélin bilaði hjá þér og ég fór út í búð og keypti rjómaþeytarann, honum fylgdi handbók upp á sex blaðsíður, manstu; þú varst að lesa hana fyrir mig um daginn?  Hún er hérna í skúffunni hjá mér, já þá hlýtur handbókin yfir hitakerfið að vera þar líka. Ég hef aldrei séð þessa Handbók.
Jónína, heyrðu Jónína mín, já, eigum við ekki bara að skreppa undir sæng og fá okkur hita í kroppinn, ég er orðinn svo ansi kvöldsvæfur þegar fer að líða á kvöldin, það er svoddan spenna í manni þegar maður kemur heim.

Eftir dágóða stund.
Jónína, hefur inðmeistarinn virkilega ekki kennt þér á hitakerfið, segja þér hvar þú átt að skrúfa fyrir ef vatn fer að leka vegna bilunnar? Hann talar ekkert við mig.

Ég hringi bara í hann Jón sem hannaði lagnakerfið fyrir okkur.
Jón blessaður þetta er Sigurður hérna í Fúlavogi 28 þú hannaðir fyrir okkur hjónin lagnakerfið í húsið okkar. Já sæll er eitthvað að? Já við kunnum bara ekkert á kerfið.
Nú eru ekki hitastillar á ofnunum?
Það eru einhver tæki þar, en hvar er Handbókin sem við eigum að geta lesið okkur til um hverning við  eigum að stjórna hitanum í húsinu?  Handbók, ég veit ekkert hvað þú ert að tala um Sigurður.  Varst þú ekki að selja okkur þitt hugvit?  Jú.
Já en ætlarðu þá ekki að skila okkur Handbókinni.
Ég veit ekkert hvaða Handbók þú ert að tala um Sigurður, hringdu bara í iðnmeistarann hann bjargar þessu.

Kona þá verð ég að hringja í iðnmeistarann okkar.
Páll, blessaður þetta er Sigurður hérna í Fúlavogi 28.
Já sæll.
Páll varstu ekki búinn að afhenda okkur Handbókina sem á að fylgja hita-og lagnakerfi hússins?
Handbók, ég veit ekkert hvað þú ert að tala um Sigurður. Átt þú ekki að sjá um að við fáum Handbókina yfir hita- og lagnakerfi hússins? 
Ég hef aldrei heyrt talað um neina Handbók Sigurður.
Páll ertu ekki búin að magnstilla hitakerfið- og stjórnlokana (hitastillana) á ofnunum?
Jú.  Er lagnakerfið úttekið af byggingarfulltrúa?  Já.  Hvar eru gögnin yfir stillingarnar?
Sigurður ég veit ekkert hvað þú ert að tala um, talaðu bara um þetta við hönnuðinn, eða byggingarfulltrúa.

Ég hringi þá í byggingarfulltrúa.
Er þetta hjá byggingarfulltrúa?  Já.
Get ég fengið að tala við úttektarmann lagnakerfa?  Augnablik, halló þetta er Jónatan.
Sæll ég heiti Sigurður og bý í Fúlavogi 28, ég kann ekkert á stjórntæki hitakerfisins í húsinu mínu, get ég fengið að sjá úttektarskýrsluna sem þið gerðuð þegar þið tókuð lagnakerfið út?
Úttektarskýrslu hvað er nú það? Við kunnum ekkert að taka út lagnakerfi og höfum aldrei gert það, hringdu í hönnuðinn eða iðnmeistarann á verkinu þeir eiga að hjálpa þér.

Hugsaðu þér kona,
rjómaþeytarinn sem ég keypti, honum fylgdi sex blaðsíður um það hvernig við getum notað hann. En lagnakerfið í húsið okkar kostaði eina milljón og fimmhundurðþúsund krónur, en þó fylgir því ekki stafur á blaði um það hvernig við eigum að nota það eða hvernig við eigum að njóta þess og hafa af því vellíðan.

Jónína mín
ég er nú bara aldeilis hissa, þessu er bara fleygt í mann eins og þegar verið var að bera húsdýraáburð á tún hér í gamla daga. „Éttu það sem úti frýs“ stendur einhvers staðar.

Kona, hvernig ætli þetta sé hjá öðrum húseigendum?
Jónína hvar ætli maður fái upplýsingar og aðstoð til að koma hitakerfinu í lag?
Sigurður minn, manstu eftir viðtalinu sem við heyrðum í útvarpinu um daginn, þar var verið að tala um frágang á lagnakerfum og Handbók sem á að fylgja kerfunum.. Já, ég man þetta núna, maðurinn var frá Lagnafélagi Íslands sem talað var við.

Já hringdu bara í Lagnafélag Íslands, Sigurður minn.
Lagnafélag Íslands góðan daginn. Góðan daginn ég heiti Sigurður og við hjónin erum hér í vandræðum með hitakerfið í húsinu okkar, það hlustar enginn á okkur, hvað eigum við að gera?  Sigurður eruð þið hjónin búin að lesa Handbókina sem fylgir kerfinu, þar eigið þið að fá svör við öllum spurningum ykkar?
Það hefur engin Handbók komið, og iðnmeistarinn á verkinu, hönnuður hitakerfisins og byggingarfulltrúinn vísa bara hvor á annan, þeir kannast ekkert við að þeir eigi að útvega okkur Handbók eða uppfræða okkur um það hvernig við eigum að nota hitakerfið.
Sigurður, viltu ekki bara vísa þessu máli til Gæðamatsráðs Lagnafélags Íslands og biðja þá um að taka þetta út hjá ykkur?  Þið eruð annars velkomin hingað til Lagnafélags Íslands, og við erum tilbúinn að sýna ykkur hvernig Handbók lagnakerfa í venjulegu einbýlishúsi á að líta út.
Simi. 892-4428.

Þið getið líka farið inn á netið lafi.is farið þar í útgáfan, þar næst ferðu í handbækur.
ÓK
LAGNASSON


FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun