lafi.is - Vi­urkenning NorrŠna vatnstjˇnarß­sins 2009  veitt Ýslenskum lagnamanni
Fundarger­ir stjˇrnar LAF═
Fundarger­ir fagrß­a
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATĂKNI
═SMAR

LagnafÚlag ═slands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   YstabŠ 11 - 110 ReykjavÝk  |  SÝmi 892 4428  pˇstfang: lafi@simnet.is
ForsÝ­aFÚlagi­┌tgßfanRß­stefnur og sřningarL÷g og regluger­irLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
FrÚttir
11.09.2009 - Vi­urkenning NorrŠna vatnstjˇnarß­sins 2009 veitt Ýslenskum lagnamanni

Í tengslum við ráðstefnu Norræna Vatnstjónaráðsins hér á landi var "Stora Nordiska Vattenskadepriset 2009" viðurkenningin veitt Kristjáni Ottóssyni framkvæmdastjóra fyrir áralangt starf að lagnamálum og frumkvöðlastarf við stofnun og rekstur Lagnafelags Íslands og Lagnakerfismiðstöðvar Íslands

Kristján Ottósson er fæddur að Svalvogum í Dýrafirði 16. júlí 1937, hann lauk vélstjóraprófi frá Vélskóla Íslands 1956 og hlaut Meistararéttindi í Blikksmíði árið 1962.

Kristján hóf störf sem vélstjóri hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og einnig sem vélstjóri á fiskiskipum, seinna tóku við blikksmíðastörf á Reykjavíkursvæðinu og sem eftirlitsmaður hjá byggingardeild borgarverkfræðings í 13 ár. Kristján rak seinna sitt eigið fyrirtæki Hita- og loftræstiþjónustuna ehf. í 12 ár.

Félagsstörf og stéttarbarátta eru honum hugleikin og var Kristján formaður Félags Blikksmiða í 12 ár. Hann átti sæti í miðsjórn Málm- og skipasmiðasambands Íslands og var skipaður formaður fræðslunefndar í blikksmíði.
Hlaut viðurkenningu frá Félagi blikksmiðjueigenda árið 1987 fyrir störf að fræðslumálum.

Kristján er einn aðal frumkvöðull að stofnun Lagnafélags Íslands árið 1986, fyrsti formaður þess og framkvæmdastjóri frá upphafi. Það var einnig fyrir tilstuðlan og eldmóð Kristjáns að Lagnakerfamiðstöð Íslands var stofnuð árið 1999, Kristján var framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar frá upphafi.

Kristján hefur verið ötull ritari í fréttabréf Lagnafélags Íslands svo og einnig eru eftir hann fjölmargar blaðagreinar. Það er ekki síst fyrir tilstuðlan Kristjáns að fjöldi ráðstefna og fyrirlestra á svið lagnamála hafa verið haldnir hér á landi. Í áraraðir stóð Kristján sem fararstjóri lagnamanna á fagsýningar erlendis.

Viðurkenning Norræna Vatnstjónaráðsins er viðurkenning fyrir þrautsegju og þolinmæði við það að halda málefnum lagnamanna á lofti sem og baráttu fyrir faglegri umræðu þvert á fagsvið. Viðurkenning Kristjáns er fyrir áralangt starf að lagnamálum og frumkvöðlastarf við stofnun og rekstur Lagnafélags Íslands og Lagnakerfismiðstöðvar Íslands. Kristján er nú farin á eftirlaun en sinnir áfram sérverkefnum á sviði lagnamála.

Kristján Ottósson með viðurkenningu Norræna Vatnstjónaráðsins
Kristján Ottósson með viðurkenningu Norræna Vatnstjónaráðsins 2009

FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun