lafi.is - Félagið
Fundargerðir stjórnar LAFÍ
Fundargerðir fagráða
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATÆKNI
ÍSMAR

Lagnafélag Íslands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   Ystabæ 11 - 110 Reykjavík  |  Sími 892 4428  póstfang: lafi@simnet.is
ForsíðaFélagiðÚtgáfanRáðstefnur og sýningarLög og reglugerðirLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
Félagið

Lagnafélag Íslands var stofnað þann 4. október 1986 af áhugamönnum um úrbætur á lagnakerfum.

Markmið félagsins er að stuðla að þróun í lagnatœkni í hönnun og verktækni og gagnkvœmum skilningi milli þeirra stétta, sem að lagnamálum vinna utanhúss sem innan, þær eru:
                         Hönnuðir, pípulagningamenn, blikksmiðir,
                         rafvirkjar í stjórnbúnaði, innflytjendur og seljendur
                         lagnaefna og aðrir áhugamenn um bætt gæði.


Starfsemi
Félagið gefur út fréttabréf þar sem í eru upplýsingar um lagnamál auk greina reyndra og vel þekktra lagnamanna.
Haldnir eru frœðslufundir um afmörkuð efni, en fyrirlestra og umrœður fá félagsmenn síðan sent heim í blaðinu Lagnafréttir.
Í tengslum við frœðslufundina hafa verið haldnar tœknisýningar sem og námskeið í t.d. stillingu hitakerfa.

Farið er í kynnisferðir jafnt innanlands sem utan.

Allt áhuga- og fagfólk um lagnamál í víðustu skilgreiningu þess hugtaks geta orðið félagar í Lagnafélagi Íslands.

Ýmsir aðilar og stofnanir hafa leitað til félagsins um þátttöku og samstarf við ýmiss tœkifœri og er það mikil viðurkenning á því starfi sem Lagnafélag Íslands hefur innt af hendi.

Framtíð félagsins er auðvitað fyrst og fremst háð áhuga og þátttöku félagsmanna en ekkert bendir til annars en félagið hafi góðan byr og eigi eftir að stuðla að framþróun lagnamála hér á landi.

Innan Lagnafélag Íslands er starfandi:
               Gæðamatsráð, Viðurkenningarnefnd, Fagráð loftræstikerfa,
               Fagráð pípulagnakerfa og Fagráð stjórnkerfa.


Þá er mikil starfsemi í útgáfu fræðirita "Lagnafréttir" sem eru orðnar 39 talsins, ásamt Fréttabréfi félagsins.

Framkvæmdastjóri Lagnafélags Íslands
er Grétar Leifsson og veitir hann allar frekari
upplýsingar í síma:8211182 og netfang: lafi@lafi.is
 
FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun