Vinnureglur vegna viðurkenningar á lofsverðu lagnaverki.
1. Stjórn Lagnafélags Íslands auglýsir ár hvert eftir tilnefningum um lofsvert lagnaverk. Tilnefningum skal skilað til Lagnafélags Íslands,Ystabæ 11, 110 Reykjavík, netfang: lafi@simnet.is sími: 892-4428.
2. Allir sem áhuga hafa geta sent inn tilnefningar.
3. Skilyrði til að tilnefningar séu teknar hjá Lagnafélagi Íslands:
3.1. Verkinu verður að vera að fullu lokið og úttekið af byggingaryfirvöldum á viðkomandi ári.
3.2. Skila skal afriti af árituðum teikningum. 3.3. Skila skal stuttorðri lýsingu á verkinu, umfangi þess og eðli.
4. Komist stjórn Lagnafélags Íslands, að því að verk komi til álita, skal leggja fram eftirfarandi,eftir því sem við á.
4.1. Ljósmyndir og ítarlegar lýsingar. Skoðunarferð með leiðsögn.
4.2. Handbók fyrir viðkomandi lagnakerfi. 4.3. Viðurkenningarnefnd gerir tillögu til stjórnar Lagnafélags Íslands um viðurkenningu verks í heild eða einstakra þátta þess.
5. Hægt er að veita viðurkenningar fyrir eftirfarandi:
6. Lofsverður verkþáttur, svo sem hönnun, smíði, handbók eða verkefnisstjórnun. Viðurkenningarskjal veitt eigenda og viðkomandi aðila.
6.1. Lofsvert verk sem heild. Eigandi, hönnuður og verktakar fá viðurkenningarskjal.
6.2. Stjórn Lagnafélags Íslands veitir viðurkenningarnar. |