lafi.is - Árið 2009
Fundargerðir stjórnar LAFÍ
Fundargerðir fagráða
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATÆKNI
ÍSMAR

Lagnafélag Íslands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   Ystabæ 11 - 110 Reykjavík  |  Sími 892 4428  póstfang: lafi@simnet.is
ForsíðaFélagiðÚtgáfanRáðstefnur og sýningarLög og reglugerðirLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
Árið 2009

Ávarp við setningu aðalfundar Lagnafélags Íslands, 7 maí 2009

Björn Karlsson, fráfarandi formaður
Lagnafélags ÍslandsBjörn Karlsson

Það er mér mikil ánægja að setja aðalfund Lagnafélags Íslands hér hjá Ísleifi Jónssyni hf, fyrirtæki sem þjónað hefur lagnamönnum af kostgæfni um mjög langt árabil.

Almennt má segja að kröfur samfélagsins, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga til lagnakerfa fara vaxandi jafnframt því sem mikil og hröð þróun á sér stað í aðferðum, tækni og efnisvali. Því er nauðsynlegt fyrir   fagaðila að fylgjast vel með þróuninni og huga að endurmenntun í gegnum fundi, málþing og ýmiskonar fræðslu til að standast auknar kröfur um þekkingu á lagnakerfum.
Það er engin opinber stofnun sem heldur utan um gæðamál lagnakerfa sérstaklega og opinberir aðilar, bæði fulltrúar ríkisins hjá umhverfisráðuneyti og Skipulagsstofnun, sem og opinberir starfsmenn sveitarfélaganna, þ.e. byggingarfulltrúar, eiga oft mjög erfitt með að fylgjast vel með þeirri hröðu þróun sem á sér stað í aðferðum og tækni. Þess vegna er ekki auðvelt fyrir þessa aðila að setja fram skýrar reglur um eftirlit.
Lagnafélag Íslands hefur gert þessum opinberu aðilum mjög stóran greiða með því að gefa út bókina “Handbók Lagnakerfa 29”, en í þeirri bók er því lýst hvernig skrá skuli allar upplýsingar um hönnun, eftirlit og viðhald lagnakerfa. Þegar slíkar upplýsingar liggja fyrir, á stöðluðu formi, auðveldast til muna öll sú vinna sem fer í að sannreina hönnunina, að framkvæma verkið samkvæmt hönnun, að hafa eftirlit með framkvæmdinni og sjá til þess að kerfunum sé haldið við á réttan hátt.
Eins hefur Lagnafélagið gefið út ritið “Úttektir á lagnakerfum – virkni og lokafrágangur”, en þar eru settar fram verklagsreglur um það hvernig úttektir á lagnakerfum skulu fara fram og hverjir séu hæfir til slíkra verka. Með þessum tveim ritum er grunnurinn lagður að faglegri úttekt lagnakerfa, sem mun leiða til aukinna gæða, betra viðhalds og fækkun tjóna á sviði lagnamála.

Ég vil fá að færa Kristjáni Ottóssyni og þeim öllum sem starfað hafa með honum að undirbúningi og útgáfu þessara verka bestu þakkir fyrir ómetanlegt starf í þágu lagnamála. 

 

 

Skýrsla stjórnar Lagnafélags Íslands, yfir starfsárið 2008 til 2009

LAGNAFÉLAG ÍSLANDS

Skýrsla stjórnar Lagnafélags Íslands, yfir starfsárið 2008 til 2009, lögð fram á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 7. maí árið 2009.

1.    Inngangur
Starfsemi Lagnafélags Íslands er margbrotin. Starfið fellst í útgáfu, ráðstefnuhaldi, rekstri Gæðamatsráðs, Viðurkenningarnefndar, auk fjögurra fagráða, fræðslu, uppbyggingu og gagnrýni. 

2.    Aðalfundur 2008
Síðasti aðalfundur Lagnafélags Íslands var haldinn  31. maí  2008 hjá SET Selfossi.
Í stjórn voru kosnir eftirfarandi menn:
Björn Karlsson verkfræðingur formaður, Þórir Guðmundsson verkfræðingur varaformaður, Helgi Pálsson pípulagningamaður ritari,  Kjartan Eiríksson verkfræðingur  gjaldkeri.

Aðrir í stjórn eru:  Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Unnsteinn Snorri Snorrason bútækni, og Frans Árnason tæknifræðingur.

3.    Stjórnarfundir
Stjórnarfundir hafa verið haldnir reglulega, en auk þess ræðir framkvæmdastjóri mikið við stjórnarmenn í gegnum síma.
Mörg mál hafa verið í umræðunni. Þau mál sem hæst báru á góma, var viðsnúningur á yfirtöku Háskólans í Reykjavík á Lagnakerfamiðstöð Íslands, fræðsla lagnamanna og vinna við úttektir á hita- og loftræstikerfum á landsvísu.
     
4.    Gæðamatsráð
Gæðamatsráð er þannig skipað, frá: Umhverfisráðuneyti Hafsteinn Pálsson verkfræðingur, frá Félagsmálaráðuneyti Björn Arnar Magnússon tæknifræðingur, frá Neytendasamtökunum Dr. Valdimar K. Jónsson verkfræðingur, frá Félagi fasteignasala Sverrir Kristjánsson og frá Lagnafélagi Íslands Egill Skúli Ingibergsson verkfræðingur sem jafnframt er formaður ráðsins.

Sérfræðingar Gæðamatsráðs eru:  Jón Kr. Gunnarsson blikksmíðameistari- og byggingariðnfræðingur, Ragnar Gunnarsson pípulagningameistari og véliðnfræðingur, Friðrik S. Kristinsson byggingartæknifræðingur og Guðmundur Hjálmarsson byggingartæknifræðingur.
(Vísast til skýrslu formans Gæðamatsráðs).

5. Viðurkenningarnefnd
Viðurkenningarnefnd er þannig skipuð: Formaður nefndarinnar er Dr. Valdimar K. Jónsson vélaverkfræðingur, Aðrir í nefndinni eru: Ólafur Bjarnason blikksmíðameistari, Páll Bjarnason pípulagningameistari og Kristján Nielsen rafvirki.
Það verk sem hlaut viðurkenningu fyrir árið 2007:
Fyrir heildarverk árið 2007 var húsakynni BYKO í Garðabæ.
Engin viðurkenning var veitt í þetta sinn fyrir sérstakt handverk.


Viðurkenning fyrir farsæl störf, hlutu Karl Ómar  Jónsson verkfræðingur og Jónas Valdimarsson pípulagningameistari.
(Vísast til skýrslu formans Viðurkenningarnefndar).

6.    Fagráð pípulagna
Ráðið er þannig skipað: Stjórnandi ráðsins er Ragnar Kristinsson tæknifræðingur.
Aðrir í ráðinu eru: Kristinn M. Jónsson tæknifræðingur VSB, Böðvar Ingi Guðbjörnsson pípulagningameistari, Hilmar Hjartarson pípulagningameistari, Andrés Hinriksson pípulagningameistari og Guðmundur Hjálmarsson tæknifræðingur. 
(Vísað er til skýrslu stjórnanda ráðsins).

7.    Fagráð loftræstikerfa
Ráðið er þannig skipað: Stjórnandi ráðsins er Þórir Guðmundsson verkfræðingur Hátækni, Sveinn Áki Sverrisson tæknifræðingur VSB, Kjartan Már Eiríksson verkfræðingur VST, Magnús Ágústsson blikksmiður Stjörnublikk, Valdimar K. Jónsson blikksmíðameistari Ísloft og  Þorvaldur J. Kristjánsson blikksmíðameistari Fagblikk ehf.
(Vísað er til skýrslu stjórnanda ráðsins).

8. Fagráð stjórnkerfa
Ráðið er þannig skipað: Stjórnandi ráðsins er Rúnar Bachmann rafvirki. Aðrir í ráðinu eru: Guðmundur H. Jóhannsson rafvirkjameistari, Sigurður Sigurðsson rafiðnfræðingur, Kristján Nielsen rafvirki, Gunnar Sigurðsson rafvirkjameistari og Sigurður G. Símonarson verkfræðingur.
(Vísað er til skýrslu stjórnanda ráðsins).

9.  Fagráð samskipta
Fagráð skipa stjórnendur sérfagráðanna og formaður Gæðamatsráðs auk framleiðanda og seljanda lagnaefna.
Þeir eru: Bergsteinn Einarsson formaður ráðsins framkvæmdastjóri SET, Egill Skúli Ingibergsson verkfræðingur, Rúnar Bachmann rafvirki, Grétar Leifsson verkfræðingur, Guðmundur Jónatansson blikksmíðameistari og Svavar T. Óskarsson pípulagningameistari.
(Vísað er til skýrslu stjórnanda ráðsins).

10.  Lagnafréttir
Ekkert efni í formi Lagnafrétta  var gefið út á árinu 2008.

11.   Fréttabréf
Fréttabréf Lagnafélags Íslands hefur komið 4 sinnum út á starfsárinu, blað nr. 103 – 104 – 105 - 106, og flutt hinar ýmsu fréttir og fróðleik af félags- og lagnamálum.
Ritstjóri og ábyrgðamaður er Kristján Ottósson framkvæmdastjóri félagsins, en hann hefur
verið ritstjóri og ábyrgðarmaður frá stofnun félagsins.

Í ritnefnd eru: Guðmundur Hjálmarsson tæknifræðingur, Birgir Hólm Ólafsson pípulagningameistari, Ólafur Bjarnason blikksmíðameistari, Þorlákur Jónsson verkfræðingur og Rúnar Bachmann rafvirki.

12.   Skrifstofa
Skrifstofa félagsins er rekin á heimili framkvæmdastjóra og hefur verið það frá stofnun félagsins, þar eru málefnin látin ráða hvenær og hvað lengi sólahrings skrifstofan er opin. Mikið er hringt inn til félagsins með fyrirspurnir.
Þá má ekki gleyma öllum hringingunum út af “Gæðamatsráðinu” biluðum lögnum, illa hönnuðum lögnum, eða ekki nógu góðu handverki.

13. Pistill í Morgunblaðinu „Lagnafréttir“
Það var þann 11. ágúst 1992 eða fyrir réttum 17 árum sem fyrsti pistillinn var birtur í Fasteignablaði Morgunblaðsins undir nafninu “Lagnafréttir”.
Fjöldi pistla frá upphafi og til dagsins í dag, eru nú nær 700.
Þessir pistar hafa haldið uppi umræðunni um lagnir og lagnatengdum þáttum þeirra.
Ekki hafa allir verið þeim sammála, og þess vegna náðu pistlarnir tilgangi sínum.

Nú eru pistlarnir þagnaðir, og er þar að kenna hinu alþekkta hruni í bönkum og öðru atvinnulífi landsins.
Pistlarnir voru skrifaðir af pípulagningameistaranum Sigurði Grétari Guðmundssyni.

Ég vil biðja fundarmenn að standa upp og gefa Sigurði gott lófaklapp.
  
14.   SCANVAC
Við sóttum ekki aðalfund SCANVAC árið 2008, tengiliður okkar er Sigurður Magnús Harðarson, véltæknifræðingur.

15.   ASHREA
Við sóttum ekki aðalfund ASHREA í Bandaríkjunum árið 2008 tengiliður er Kristján Ottósson framkvæmdastjóri félagsins.

16. Úttekt á hita- og loftræstikerfum á landsvísu
Lagnafélag Íslands hefur unnið að úttekt á hita- og loftræstikerfum á landsvísu, og tekin voru út alls 35 lagnakerfi í samvinnu við Umhverfisstofnun og heilbrigðisfulltrúa sveitarfélaga og er nú úttektarþættinum lokið, en vinna við úrvinnslu og skýrslugerð er í vinnslu.

Athyglisvert er að ekkert af þessum lagnakerfum 35 voru fullfrágengin, flest þeirra voru illa hirt, og í suma tækjaklefana hafði ekki komið maður til að þjónusta í tvö ár samkvæmt dagbók.
Þeir sem komið hafa að þessari vinnu sem af er eru auk undirritaðs, Kjartan Mar Eiríksson, Sveinn Áki Sverrisson, Guðmundur Halldórsson og Heiðar Jónsson.

17. Heimasíða
Heimasíðu félagsins (LAFÍ)  www.lafi.is, hefur verið unnin upp á nýtt og er í frekari vinnslu. Verið er að setja inn á hana gamalt efni sem var inn á gömlu síðunni. Nú er búið að skanna allar Lagnafréttirnar 1 til 36 inn á síðuna, þar að auki eru komin inni á heimasíðuna Fréttabréfin frá 67 til 107, þá er búið að vinna skönnun á Fréttabréfin frá nr.1 til 66.
Reynt er að halda heimasíðunni ferskri með nýjum upplýsingum.
Örn Sigurðsson tæknifræðingur sér um síðuna.
   
18.    Lagnakerfamiðstöð Íslands
Lagnakerfamiðstöð Íslands hefur nú starfað frá ársbyrjum árið 2002.
Uppbygging á tækjabúnaði til kennslu og rannsókna hefur gengið vel, en allt efni og vinna er gefin af velunnurum stöðvarinnar, tæki og vinna við uppsetningu, sem gefin hafa verið eru metin að verðmæti 56 Mkr.

Í desember 2006 var gerður samningur við Háskólann í Reykjavík (HR) um að taka við rekstri Lagnakerfamiðstöðvar Íslands, með það að markmiði að þjónustan við skóla landsins og atvinnulífið breytist ekki nema til batnaðar.
Kristján Ottósson framkvæmdastjóri hætti störfum hjá LKÍ þann .8. október 2007.

Mikil óánægja var með framkvæmd HR á rekstri stöðvarinnar og hefur fráfarandi framkvæmdastjóri og fulltrúi LKÍ í Framkvæmdastjórn LKÍ gert miklar athugasemdir við Háskólann í Reykjavík vegna óefnda á samning.

Á seinni hluta ársins 2008 náðist samkomulag á milli LKÍ og HR, um að HR skilaði stöðinni, en fá að vera í 200m2 plássi til ársloka 2009.
Lagnakerfamiðstöð íslands hefur  nú verið lögð niður sem sjálfseignastofnun og eignir hennar runnið inn til Tækniskólans, skóla  atvinnulífsins, til fullra afnota.

19. Málefnið - bókin, Úttektir á lagnakerfum, virkni og lokafrágangur
Lagnafélag Íslands er á þessari stundu að vinna með Brunamálastofnun um að hún taki að sér Yfirstjórn  við „Úttektir á lagnakerfum, virkni og lokafrágangur“.
(Eins og þið vitið var Lagnakerfamiðstöð Íslands með þessa heimild frá Umhverfisráðuneytinu).

(Tilvitnun):  „Yfirstjórn úttekta er hjá Brunamálastofnun.
Yfirfagráð LAFÍ hefur sett fram kröfur þeirra sem framkvæma úttektir á lagnakerfum og veita aðilum rétt til að framkvæma slíkar úttektir“.  (Tilvitnun lokið).

Árið sem var að líða hefur verið rólegt hvað varðar beiði um úttekt af hlutlausum aðilum, að undanskildu úttektinni sem staðið hefur yfir á landsvísu á vegum LAFÍ.

20. ISH sýningin í Frankfurt
Framkvæmdastjóri LAFÍ hefur tekið þá ákvörðun að vinna ekki að fleiri hópferðum á ISH alþjóðasýningu lagnamanna í Frankfurt Þýskalandi.

21. Lokaorð
Að síðustu vil ég þakka þeim mörgu sem komið hafa að störfum fyrir Lagnafélagið á einn eða annan hátt, það starf í þágu Lagnafélags Íslands verður seint full þakkað.
Þá vil ég að síðustu þakka stjórn félagsins fyrir gott samstarf, og tel mig ekki halla á neinn þó ég dragi fram nafn eins manns, en það er formaðurinn okkar til fjögura ára Björn Karlsson sem sýnt hefur frábærlega lipra og góða samvinnu til fræðslu og í mannlegum samskiptum.

Reykjavík 7. maí  2009.

Kristján,Ottósson framkvæmdarstjóri
Lagnafélags Íslands

FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun