lafi.is - Skýrsla stjórnar fyrir áriđ 2010
Fundargerđir stjórnar LAFÍ
Fundargerđir fagráđa
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATĆKNI
ÍSMAR

Lagnafélag Íslands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   Ystabć 11 - 110 Reykjavík  |  Sími 892 4428  póstfang: lafi@simnet.is
ForsíđaFélagiđÚtgáfanRáđstefnur og sýningarLög og reglugerđirLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
Skýrsla stjórnar fyrir áriđ 2010

Fundargerð aðalfundar Lagnafélags Íslands
haldinn Þriðjudaginn 20. apríl 2010 kl. 17:00 hjá Danfoss hf.

Setning aðalfundar LAFÍ.
Formaður LAFÍ Þórir Guðmundsson setti fundinn kl. 17:05 og bauð aðalfundargesti velkomna.
Formaður stakk upp á að Valdimar K. Jónsson yrði fundarstjóri.  Það var einróma samþykkt og hann tók við fundarstjórn. 
Fundarstjóri stakk upp á að Steinar Gíslason yrði fundarritari.  Það var einróma sam¬þykkt og hann tók við fundarritun. 

Síðan var gengið til dagskrár skv. lögum félagsins.

Ávarp formans LAFÍ.
Þórir Guðmundsson formaður rakti það helsta sem í gangi var á liðnu starfsári.  Að lokum þakkaði hann framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum góða samvinnu.  Sérstakar þakkir færði hann þeim  sem núna gengu úr stjórn.  En Það eru: Frans Árnason, Halldór Halldórsson, Kjartan Mar Eiríksson og Helgi Pálsson.
Sjá meðfylgjandi skjal.

Skýrsla stjórnar.
Kristján Ottósson framkvæmdastjóri fór yfir skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2009 - 2010.

Inngangur:
Starfsemi Lagnafélags Íslands er margbrotin. Starfið fellst í útgáfu, ráðstefnuhaldi, rekstri Gæðamatsráðs, Viðurkenningarnefndar, auk þriggja fagráða, fræðslu, uppbyggingu og gagnrýni. 

Aðalfundur 2008:
Síðasti aðalfundur Lagnafélags Íslands var haldinn  7. maí  2009 hjá Ísleifi Jónssyni hf.
Í stjórn voru kosnir eftirfarandi menn:
Þórir Guðmundsson verkfræðingur formaður, Vigfús Halldórsson ritari, Frans Árnason varaformaður, Kjartan Eiríksson verkfræðingur  gjaldkeri.
Aðrir í stjórn eru:  Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Heiðar Jónsson tæknifræðingur og Helgi Pálsson pípulagningamaður ritari

Stjórnarfundir:
Stjórnarfundir hafa verið haldnir reglulega, en auk þess ræðir framkvæmdastjóri mikið við stjórnarmenn í gegnum síma. Þau mál sem hæst báru á góma, var fræðsla lagnamanna og vinna við verkefnið, „Skoðun á hita- og loftræstikerfum á landsvísu“.     

Gæðamatsráð: Viðurkenningarnefnd: Fagráð pípulagna: Fagráð loftræstikerfa: Fagráð
stjórnkerfa:  
Framsögur stjórnanda fagráðanna verða byrtar í næsta Fréttabréfi nr.111.
Fagráð Samskipta var lagt niður á jiðnu ári.

Lagnafréttir:
Ekkert efni í formi Lagnafrétta  var gefið út á árinu 2009.
Nema við köllum „Skoðun á hita- og loftræstikerfa á landsvísu“ sem sérútgáfu.

Fréttabréf:
Fréttabréf Lagnafélags Íslands hefur komið 4 sinnum út á starfsárinu, blað nr. 107 – 108 – 109 - 110, og flutt hinar ýmsu fréttir og fróðleik af félags- og lagnamálum.
Ritstjóri og ábyrgðamaður er Kristján Ottósson framkvæmdastjóri félagsins, en hann hefur
verið ritstjóri og ábyrgðarmaður frá stofnun félagsins.

Ritnefnd:
Í ritnefnd eru: Guðmundur Hjálmarsson tæknifræðingur, Birgir Hólm Ólafsson pípulagningameistari, Ólafur Bjarnason blikksmíðameistari, Þorlákur Jónsson verkfræðingur og Rúnar Bachmann rafvirki.

Skrifstofa:
Skrifstofa félagsins er rekin á heimili framkvæmdastjóra og hefur verið það frá stofnun félagsins, þar eru málefnin látin ráða hvenær og hvað lengi sólahrings skrifstofan er opin. Mikið er hringt inn til félagsins með fyrirspurnir.
Þá má ekki gleyma öllum hringingunum út af “Gæðamatsráðinu” biluðum lögnum, illa hönnuðum lögnum, eða ekki nógu góðu handverki.

SCANVAC:
Við sóttum ekki aðalfund SCANVAC árið 2009, tengiliður okkar er Sigurður Magnús Harðarson, véltæknifræðingur.

ASHREA:
Við sóttum ekki aðalfund ASHREA í Bandaríkjunum árið 2009 tengiliður okkar er Kristján Ottósson framkvæmdastjóri félagsins.
„Skoðun á hita- og loftræstikerfum á landsvísu“.   Sjá skírsluna á www.lafi.isSíðustu þrjú árin hefur Lagnafélag Íslands unnið að „skoðun á hita- og loftræstikerfum á landsvísu“, og tekin voru út alls 35 lagnakerfi í samvinnu við Umhverfisstofnun og heilbrigðisfulltrúa sveitarfélaga. Nú er því verki lokið, og haldin hefur verið stór ráðstefna um skýrsluna, sem fram fór  þann 8. apríl sl.

Að undirbúningsvinnu við gerð skoðunargagna komu, með Lagnafélagi Íslands auk Kristjáns Ottóssonar og Guðmundar Halldórssonar, þeir Sigurður M. Harðarson véltæknifræðingur, dr. Björn Karlsson verkfræðingur og brunamálastjóri, Kjartan Mar Eiríksson verkfræðingur hjá Verkís hf., Sæbjörn Kristjánsson byggingatæknifræðingur hjá Lagnatækni, Sveinn Áki Sverrisson véltæknifræðingur hjá VSB verkfræðistofu, Guðmundur Hjálmarsson tæknifræðingur lektor í Háskólanum í Reykjavík, Rúnar Steinssen verkfræðingur hjá Eflu hf., Þorlákur Jónsson vélaverkfræðingur hjá Almennu verkfræðistofunni, Kjartan Helgason véltæknifræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf, Þór Arnar Gunnarsson véltæknifræðingur hjá Ferli ehf., Ragnar Kristinsson véltæknifræðingur og sviðstjóri lagna- og loftræstisviðs Mannvits hf., Heiðar Jónsson byggingartæknifræðingur hjá Mannviti hf. og Skarphéðinn Skarphéðinsson pípulagningameistari, framhaldsskólakennari og formaður Félags pípulagnameistara.

Þessi undirbúningsvinna tók ellefu mánuði, en þá voru flest allir orðnir upplýstir um verkefnið og þótti þá orðið sjálfsagt að framkvæma skoðunina með þeirri framkvæmdaraðferð, sem þá lág fyrir, það er sjálft skoðunarformið.

Það verður að segjast eins og er að alltaf er eitthvað sem má gagnrýna og til eru þeir menn sem hafa gengið svo langt að segja að þeim hafi verið haldið utan við þessa vinnu.

Nú verðum við að gleyma erjum fortiðarinnar nýta okkur þá reynslu og þekkingu sem skýrslan hefur gefið okkur og taka saman höndum allir sem einn og gera kröfur til okkar sjálfra.

Nú liggur fyrir alþingi lög um nýja Byggingarstofnun, og er fastlega reiknað með að þau verði samþykkt á því þingi sem nú stendur yfir.
Yfirmaður að þeirri vinnu sem framundan er við gerð nýrrar Byggingarreglugerðar er dr. Björn Karlsson brunamálastjóri, fyrrverandi formaður Lagnafélags Íslands.
Björn hefur beðið um mann frá lafi í undirbúninginn og gerð byggingarreglugerðarinnar og hefur stjórn félagsins tilnefnt Ragnar Kristinsson véltæknifræðing hjá Mannvit hf.
Á ráðstefnunni voru gerðar kröfur um þrjú atriði inn í byggingarreglugerð. 
1. Ráðstefnan gerði kröfu til þess að lagnahönnuður geri HANDBÓK yfir öll lagnakerfi og
beri ábyrgð á handbókinni.
2. Þá var einnig gerð krafa um að komið verði á fót óháðum úttektaraðila, líkt og er hjá
rafvirkjastéttinni.
3. Að komið verði upp Vinnureglnahandbók fyrir óháðanúttektaraðila.

Heimasíða:
Heimasíðu félagsins (LAFÍ)  www.lafi.is, hefur verið unnin upp á nýtt og er enn í frekari vinnslu. Reynt er að halda heimasíðunni ferskri með nýjum upplýsingum.
Örn Sigurðsson tæknifræðingur sér um síðuna. 

Lokaorð:  
Að síðustu vil ég þakka þeim mörgu sem komið hafa að störfum fyrir Lagnafélagið á einn eða annan hátt, það starf í þágu Lagnafélags Íslands verður seint full þakkað.
Þá vil ég þakka stjórn félagsins fyrir gott samstarf, og sérstaklega þakka ég formanni okkar fyrir gott samstarf.
Umræður um skýrslu stjórnar. 
Ragnar Kristinsson spurði um viðbrögð við skýrslunni “Skoðun á hita- og loftræstikerfum á landsvísu”.  Kristján Ottósson svaraði að viðbrögðin væru yfirleitt jákvæð og upplýsti að hann og Valdimar K. Jónsson hefðu farið á fund formans Neytendasamtakanna og verið veltekið og verður skýrslan væntanlega kynt blaði Neytendasamtakanna. 
Frans Árnason þakkaði fyrir samstarfið, en eins og að framan er getið fór hann úr stjórn núna.
Kristján Ottósson óskaði eftir verkefnahugmyndum fyrir LAFÍ.

Kosning formans.
Þórir Guðmundsson Hátækni var einn í framboði til formans.  Var hann eimróma kjörinn formaður.

Kosning sex til viðbótar í stjórn.
Tillaga var um Heiðar Jónsson Mannvit, Steinar Gíslason Danfoss, Birgir Hólm Ólafsson Iðan fræðslusetur, Einar H. Jónsson, Reykjavíkurborg, Vigfús Halldórsson Fasteignir ríkisins og Karl Rosenkjær Verkís.  Voru þeir einróma kjörnir.   
Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.
Tillaga var um Egil Skúla Ingibergsson, Guðmund Jónsson og til vara Þórð Ólaf Búason.  Voru þeir einróma kjörnir.

Fundarslit.
Þórir Guðmundsson nýkjörinn formaður ávarpaði fundinn og sleit síðan fundi.  Að fundi loknum bauð Danfoss hf. fundargestum veitingar.

Steinar Gíslason ritari.

FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun