lafi.is - Skýrsla stjórnar fyrir áriđ 2011
Fundargerđir stjórnar LAFÍ
Fundargerđir fagráđa
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATĆKNI
ÍSMAR

Lagnafélag Íslands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   Ystabć 11 - 110 Reykjavík  |  Sími 892 4428  póstfang: lafi@simnet.is
ForsíđaFélagiđÚtgáfanRáđstefnur og sýningarLög og reglugerđirLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
Skýrsla stjórnar fyrir áriđ 2011

Skýrsla stjórnar Lagnafélags Íslands, yfir starfsárið 2010 til 2011, lögð fram á aðalfundi félagsins fimmtudaginn 14. apríl árið 2011.

1.    Inngangur:
Starfsemi Lagnafélags Íslands er margbrotin. Starfið fellst í útgáfu, ráðstefnuhaldi, rekstri Gæðamatsráðs, Viðurkenningarnefndar, auk þriggja fagráða, fræðslu, uppbyggingu og ekki má gleyma gagnrýni. 

2.    Aðalfundur 2010:
Síðasti aðalfundur Lagnafélags Íslands var haldinn  20. apríl 2010 hjá Danfoss á Íslandi.
Í stjórn voru kosnir eftirfarandi menn:
Þórir Guðmundsson verkfræðingur formaður, Heiðar Jónsson tæknifræðingur, varafm. Steinar Gíslason markaðsfulltrúi, ritari, Birgir Hólm pípulagningameistari, gjaldkeri.
Aðrir í stjórn:   Vigfús Halldórsson, Einar H. Jónsson tæknifræðingur, Karl Rosenkjær.

3.    Stjórnarfundir:
Stjórnarfundir hafa verið haldnir reglulega. Auk þess ræðir framkvæmdastjóri mikið við stjórnarmenn í gegnum síma og þannig eru mörg smærri mál afgredd. Þau þrjú mál sem hæst báru á góma, var skýrslan um  „Skoðun á hita- og loftræstikerfum á landsvísu“, og vinna við  undirbúning að ráðstefnu þar sem fjallað var um skýrsluna.
Þriðja málið var ný Mannvirkjalög og vinna við smíði nýrrar byggingarreglugerðar.

4.    Gæðamatsráð:
(Vísað er til skýrslu formans Gæðamatsráðs Egils Skúla Ingibergssonar).

5. Viðurkenningarnefnd:
Öryggisrannsóknarstofa Tilraunarstöðvar Háskóla Íslands í meinafræðum að Keldum hlaut viðurkenninguna fyrir árið 2009.
(Vísað er að öðruleyti til skýrslu formans Viðurkenningarnefndar Valdimars K. Jónssonar).

6.    Fagráð pípulagna.
(Vísað er til skýrslu stjórnanda ráðsins Ragnars Kristinssonar).

7.    Fagráð loftræstikerfa:
(Vísað er til skýrslu stjórnanda ráðsins Kristjáns O, Sæbjörnssonar).

8. Fagráð stjórnkerfa:
(Vísað er til skýrslu stjórnanda ráðsins Sigurðar Sigurðssonar).

9.   Lagnafréttir:
Út hafa komið tvær Lagnafréttir á árinu 2010. Lagnafréttir 37,  Skýrsla um „skoðun á hita- og loftræstikerfum í 35 byggingum á landsvísu“, og Lagnafréttir 38, sem fjallar um ráðstefnu, sem haldin var um sömu skýrslu.


10.   Fréttabréf:
Fréttabréf Lagnafélags Íslands hefur komið 4 sinnum út á starfsárinu, blað nr. - 110, - 111 – 112, 113 og flutt hinar ýmsu fréttir og fróðleik af félags- og lagnamálum.
Ritstjóri og ábyrgðamaður er Kristján Ottósson framkvæmdastjóri félagsins, en hann hefur
verið ritstjóri og ábyrgðarmaður frá stofnun félagsins.
Í ritnefnd eru: Guðmundur Hjálmarsson tæknifræðingur, Birgir Hólm Ólafsson pípulagningameistari, Ólafur Bjarnason blikksmíðameistari, Þorlákur Jónsson verkfræðingur og Rúnar Bachmann rafvirki.

11.   Skrifstofa:
Skrifstofa félagsins er rekin á heimili framkvæmdastjóra og hefur verið það frá stofnun félagsins, þar eru málefnin látin ráða hvenær og hvað lengi sólahrings skrifstofan er opin. Mikið er hringt inn til félagsins með fyrirspurnir.
Þá má ekki gleyma öllum hringingunum út af biluðum lögnum, illa hönnuðum lögnum, eða ekki nógu góðu handverki.
Það er ánægjulegt að fá upphringingar og hlusta á hvatningarorð frá mönnum sem eru ánægðir með störf félagsins og hvetja til áframhaldandi starfsemi og koma með ábendingar um það sem þeim finnst að vinna þyrfi að.

12.   SCANVAC:
Við sóttum ekki aðalfund SCANVAC árið 2010, tengiliður okkar er Sigurður Magnús Harðarson, véltæknifræðingur.

13.   ASHREA:
Við sóttum ekki aðalfund ASHREA í Bandaríkjunum árið 2010, tengiliður okkar er Kristján Ottósson framkvæmdastjóri félagsins.

14. Ný Mannvirkjalög og smíði byggingarreglugerðar.
Nú hefur Alþingi afgreitt ný lög um nýja stofnun sem heitir Mannvirkjastofnun.
Forstjóri hinnar nýju Mannvirkjastofnunar er Björn Karlsson fyrrverandi brunamálastjóri og fyrrverandi formaður Lagnafélags Íslands.
Að beiðni Björns um mann frá félaginu til að vinna í ákveðnum vinnuhóp við gerð nýrrar byggingarreglugerðar var Ragnar Kristinsson véltæknifræðingur hjá Mannvit hf.,  samþykktur á síðasta ári af stjórn félagsins til þess verks, og einnig Þorlákur Jónsson verkfræðingur hjá Almennu verkfræðistofunni og Heiðar Jónsson tæknifræðingur og Sigurgeir Þórarinsson tæknifræðingur hjá Mannvit hf..
Mikil vinna er enn eftir við gerð reglugerðarinnar, en nú er unnið að því að setja saman þær hugmyndir og kröfur sem hóparnir hafa gert.

Lagnafélag Íslands myndaði Teymihóp með átta stærstu verkfræðistofunum, og var fundað með hópnum.
Niðurstaða hópsins í aðalatriðum var sem hér segir og  allir skrifuðu undir.
Sjá kröfublað verkfræðistofanna hér fyrir neðan.

 
Endurskoðun á byggingarreglugerð.                                                 18. 11. 2010
Tillaga vegna „Lagna- og loftræstikerfa“.

Fyrir allar byggingar, gildir eftirfarandi.

1. Á byggingartíma skal lagnahönnuður framkvæma úttektir til að tryggja að verkið sé unnið samkvæmt þeim forskriftum sem hann lagði til.
Viðkomandi iðnmeistarar skulu vera viðstaddir þessar úttektir.
Byggingarfulltrúi skal fylgja eftir þessum úttektum, og gera sjálfstæðar úttektir eftir þörfum..

2. Áður en verkinu er skilað til verkkaupa skal lagnahönnuður gera úttekt á lokafrágangi lagnakerfa, sem inniheldur eftirfarandi atriði.
a) Öll virkni stjórntækja skulu yfirfarin og prófuð, með uppgefnum stilligildum.
b) Stilling loft- og vökvakerfa yfirfarin og prófuð.
c) Handbók lagnakerfa liggi fyrir. Handbókin skal vera í samræmi við forskrift
„ Handbók lagnakerfa, Útgáfa 29 B, 2010”.
d)   Sjálfstæð undirrituð yfirlýsing hönnuðar um verklok lagnakerfa.
Undirrituð yfirlýsing iðnmeistara um verklok lagnakerfa.

3.  Byggingarstofnun skal sjá um að óháður fagaðili með (löggildingu) taki út lokafrágang  lagnakerfa.

Undirritaðir aðilar fyrir hönd neðanskráða verkfræðistofa og f.l. mæla eindregið með breytingu á byggingarreglugerð eins og segir hér að framan.

Mannvit hf. Verkís hf.  Efla hf.
_____________________ _____________________ _____________________
     
Almenna verkfræðistofan hf.  Lagnatækni ehf                VSB verkfræðistofa ehf
_____________________ _____________________ _____________________
     
VSÓ. Ráðgjöf ehf.  Ferill ehf.  Framkvæmdasýsla ríkisins
_____________________ _____________________ _____________________
     
 Fasteignir ríkissjóðs Mannvirkjaskrifstofa
Reykjavíkurborgar
 f.h. stjórnar
 Lagnafélags Íslands
_____________________ _____________________ _____________________
    Samþykt 4-2

      
Undirskrift fulltrúa verkfræðistofanna og fl., má sjá á bls.17, í Fréttabréfi 112.


15. Lagnakerfamiðstöð Íslands:
Nú eru liðin rúm tvö ár síðan Tækniskólinn skóli atvinnulífsins tók við Lagnakerfamiðstöð Íslands til reksturs.
Það verður að segjast eins og er að Tækniskólinn hefur ekkert gert af því sem samið var um að skólinn myndi sinna í stöðinni, ekki einusinni haldið við með því að þrífa gólfin hvað þá meira.
Iðan fræðslusetrur hefur kvartað til Lagnafélagsins um óaðgengi að tækjum og vöntun á þjónustu.

Stjórn Lagnafélagsins samþykkti á stjórnarfundi að óska eftir fundi með skólameisturum Tækniskólans, en áður en það var gert þótti eðlilegt að þeir sem skrifuðu undir samninginn funduðu fyrst með stjórnendum Tækniskólans.
Sá fundur fór fram 23.febrúar 2011,  og er fundargerð þess fundar hér í frammhaldi.

Fundargerð

Efni : Fundur með Skólastjórum Tækniskólans og aðilum sem tengdust Lagnakerfamiðstöð íslands
Fundarstaður:  Ystabæ 11
Dagsetning:  23. 02. -2011
Tími:   10.30
Fundarmenn: Kristján Ottósson (KO), Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson (VÞV), Valdimar K. Jónsson (VKJ), Baldur Gíslason (BG) Jón B. Stefánsson  (JBS) og Þórir Guðmundsson (ÞG)
 
Fyrir fundinum lá að taka stöðuna á Lagnakerfamiðstöð Íslands, hvað hefur verið gert af hálfu
Tækniskólans og hvað er  framundann.

VÞV opnaði fundinn og óskaði efir að BG og JBS færu yfir söguna og gerðu grein fyrir stöðu
stöðvarinnar.
Kom fram í máli þeirra að nokkuð langur tími hafi liðið frá því að skrifað var undir og þeir tóku við stöðinni, en frágangur hjá sýslumanni tók tíma. Tækniskólinn tók endanlega við stöðinni seinni part ársins 2009. Þeir segjast hafa verið fullir vilja en áætlanir ekki gengið eftir. Þeir létu gera úttekt á stöðinni og fengu skýrslu um ástand stöðvarinnar. Loftræsikerfið og fleirri kerfi virkuðu ekki að þeirra sögn.
Þá sögðu þeir að ýmislegt var lagað svo Iðan gæti verið með sín námskeið en á síðasta ári auglýsti Iðan um 20 námskeið en aðeins 3 voru haldin. Varðandi nýtingu á stöðinni þá hefur HÍ og HR einhver afnot haft af stöðinni ásamt Iðnskólanum í Hafnarfirði en Borgarholtsskóli hefur ekki „viljað“ nýta stöðina. Skoðað hefur verið að setja upp FABLAB og/eða vinnustofu fyrir raf- og stýribúnað í sammvinnu við Nýsköpunarsjóð en það er ekki langt komið.
JBS og BG sögðu það enn vera stefnu Tækniskólanns að færa sig inn á málmiðngreinarnar en þeir hefðu þurft að skera niður um 250 milj og það hafi komið niður á allri starfsemi.

KO gerði stuttlega grein fyrir Skýrslu um ástand lagnakerfa á landsvísu og sýndi fram á að þörfin á menntun er mikil.
VÞV gerði að tillögu að Tækniskólinn fengi KO til að koma málinu áfram. Hann hafi stýrt þessu og ætti heiðurinn af því að koma stöðinni upp. Hann hefði sterkt tengslanet sem myndi nýtast vel. 
JBS og BG upplýstu að hjá skólanum væru starfandi fagráð fyrir hvern skóla. Lýstu þeir áhuga á að efla tengslin við LAFÍ og að skipað yrði fagráð yfir Lagnakerfamiðstöðinna.
ÞG spurði hvort samkeppni milli aðila eins og Iðnskólans í Hafnafirði, Iðunar og Borgarholtsskóla stæðu ef til vill verkefninu fyrir þrifum. BG og JBS sögðu svo alls ekki vera. Mjög góð samvinna er á milli þessara aðila.

Ákveðið var að Tækniskólinn myndi skrifa bréf til LAFÍ og óska eftir fundi með stjórn LAFÍ um aðkomu félagsins að þessu máli.

Fundarritari, 
Þórir Guðmundsson.

 

16. Umhverfisstofnun:
Umhverfisstofnun hefur haldið tryggð við Lagnafélagið síðan samstarf okkar hófst árið 1997. Á síðasta ári óskaði Umhverfisstofnun eftir að við tækjum að okkur að búa til námskeið fyrir Heilbrigðisfulltrúa sveitarfélaganna til þjálfunar við skoðun og eftirlit á tækjum og virkni þeirra í hita- og loftræstikerfum, ofnhitakerfum og heitu neysluvatni.
Framkvæmdastjóri Lagnafélagsins Kristján Ottósson hefur undirbúið námskeiðið, og hefur kynnt það á stjórnarfundi. Námskeiðið verður haldið mánudaginn 9. Maí 2011.

17 Heimasíða:
Heimasíða Lagnafélagsins er  www.lafi.is.   
Alltof lítið er um að félagsmenn í Lagnafélagi Íslands, eða aðrir aðilar hlyntir málefnum félagsins sendi inn greinar til birtingar á netinu „heimasíðu félagsins“.
Reynt er að halda heimasíðunni ferskri eins og hægt er.
Örn Sigurðsson tæknifræðingur sér um síðuna. 

18. Lokaorð:  
Að síðustu vil ég þakka þeim mörgu sem komið hafa að störfum fyrir Lagnafélagið á einn eða annan hátt, það starf í þágu Lagnafélags Íslands verður seint full þakkað.
Þá vil ég þakka stjórn félagsins fyrir gott samstarf, og sérstaklega þakka ég formanni okkar fyrir gott samstarf.


Reykjavík 14. apríl  2011.

Kristján,Ottósson framkvæmdarstjóri
Lagnafélags Íslands

FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun