lafi.is - Fundarger­ a­alfundar ßri­ 2012
Fundarger­ir stjˇrnar LAF═
Fundarger­ir fagrß­a
VSB
VERKIS
MANNVIT
LAGNATĂKNI
═SMAR

LagnafÚlag ═slands
The Icelandic Heating, Ventilating and Sanitary Association  |   YstabŠ 11 - 110 ReykjavÝk  |  SÝmi 892 4428  pˇstfang: lafi@simnet.is
ForsÝ­aFÚlagi­┌tgßfanRß­stefnur og sřningarL÷g og regluger­irLofsvert lagnaverkTenglarEnglish
Fundarger­ a­alfundar ßri­ 2012

Fundargerð

Efni :   Aðalfundur Lagnafélags Íslands 2012

Fundarstaður: Danfoss hf.

Dagsetning: 14. 05. 2012

Tími:   17.00

1. Setning aðalfundar LAFÍ.
 
Formaður LAFÍ Guðni A. Jóhannesson setti fundinn kl. 17:10 og bauð aðalfundargesti velkomna.

2. Kosning fundarstjóra.
 
Formaður stakk upp á að Valdimar K. Jónsson yrði fundarstjóri.  Það var einróma samþykkt og hann tók við fundarstjórn. 

3. Kosning ritara.
 
Fundarstjóri stakk upp á að Steinar Gíslason yrði fundarritari.  Það var einróma sam¬þykkt og hann tók við fundarritun. 

Síðan var gengið til dagskrár skv. lögum félagsins.

4. Fundargerð síðasta aðalfundar.

Steinar Gíslason las upp fundargerð síðasta aðalfundar og var hún samþykkt athugunarsemdar laust.

5. Ávarp formans LAFÍ.
 
Guðni A. Jóhannesson rakti það helsta sem í gangi var á liðnu starfsári.  Að lokum þakkaði hann framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum góða samvinnu. 
Sjá ávarp formans  www.lafi.is og Fréttabréfi 117 www.lafi.is.

6. Skýrsla stjórnar.

Kristján Ottósson framkvæmdastjóri flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2011 - 2012. Sjá skýrslu stjórnar á heimasíðu félagsins www.lafi.is og í
Fréttabréfi 117 www.lafi.is.

6.1. Skýrslur fagráða.

a) Fagráð loftræstikerfa.  Kristján Ó. Sæbjörnsson flutti skýrslu Fagráðs
loftræstikerfa.   Sjá Fréttabréf 117 www.lafi.is.

b) Fagráð pípulagningakerfa, Ragnar Kristinsson flutti skýrslu Fagráðs pípulagningamanna. Sjá Fréttabréf 117 www.lafi.is.
 
c) Fagráð rafstýrikerfa.  Sigurður Sigurðsson flutti skýrslu Fagráðs rafstýrikerfa.   Sjá Fréttabréf 117 www.lafi.is.
           
d) Gæðamatsráð.  Skýrsla Gæðamatsráðs Egill Skúli Ingibergsson flutti  skýrslu Gæðamatsráðs. Sjá Fréttabréf 117 www.lafi.is.
     
e) Viðurkenningarnefnd.  Valdimar K. Jónsson flutti skýrslu Viðurkenningarnefndar.  Þar sem þetta var að öllum líkindum síðasta skýrsla Viðurkenningarnefndar sem Valdimar flutti, var skýrslan að þessu sinni söguleg yfirferð starfa Viðurkenninganefndar.  Þá fór Valdimar yfir það hver tilgangurinn væri með nefndinni og hvernig kerfin væru metin til viðurkenninga.  Þá þakkaði Valdimar fyrir sig og kynnti arftaka sinn Þórð Ólaf Búason sem ávarpaði fundarmenn.
       Sjá Fréttabréf 117 www.lafi.is.

6.2. Reikningar félagsins skýrðir.

  Birgir Hólm Ólafsson gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins, litlar umræður
  urðu um reikningana, og voru þeir einróma samþykktir.
   

6.3. Ákvörðun um félagsgjald.  (Kr. 3.000,- sama og verið hefur).

Framkvæmdastjóri lagði til óbreytt félagsgjald og var það samþykkt einróma.

6.4. Umræður um skýrslu félagsins.

Benedikt Jónson skýrði nánar breytingar á Byggingareglugerðinni varðandi atriði sem komu fram í skýrslu framkvæmdastjóra.

Að öðru leyti var allt samþykkt einróma. 

7.  Kosning formans sérstaklega og sex meðstjórnenda.
 
 Tillaga frá uppstillingarnefnd:
Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri formaður. 
 
Aðrir í stjórn:
Einar H. Jónsson, Reykjavíkurborg, Steinar Gíslason Danfoss,   Grétar Leifsson Eflu, Þór Gunnarsson Ferli, Benedikt Jónsson Mannvirkjastofnun og Kristján Kristjánsson Iðunni.  Fleiri tillögur komu ekki fram. Og voru þeir einróma kjörnir.

8.  Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.
 
 Tillaga var um:
Egil Skúla Ingibergsson og Þórð Ólaf Búason,  og til vara Guðmund Jónsson. 
Voru þeir einróma kjörnir.

9.  Önnur mál

 Ekkert var rætt undir liðnum önnur mál

10. Fundarslit.

Nýkjörinn formaður Guðni A. Jóhannesson ávarpaði fundinn.  Beindi hann orðum sínum sérstaklega til Valdimars K. Jónssonar og þakkaði honum vel unnin störf fyrir Lagnafélag Íslands.  Síðan sleit Guðni fundi kl. 18:30. 

 Að fundi loknum bauð Danfoss hf. fundargestum upp á kaffi.


 Steinar Gíslason  fundarritari

FerillEflaDanfossMannvirkjastofnun